NORS3DD05 - Norska 4

 

Stutt lýsing á áfanganum:

Í þessum áfanga vinna nemendur sjálfstætt og lesa norskar bókmenntir og fjalla um þær í rituðu máli. Þrjár bækur eru valdar af lista í námsáætlun (læreplan), þær ræddar í umræðutímum og greinargerðum um þær skilað á tilgreindum dögum (sjá námsáætlun).

 

Námsmat: Mat í NORS3DD05 er símat og byggist á vinnuframlagi nemenda á önninni: lestur/undirbúningur, virk þátttaka í umræðum, 3 skriflegar greinargerðir.