Stutt lýsing á áfanga:
Í þessum áfanga reynir enn meira á sjálfstæð vinnubrögð nemenda, siðvitund þeirra, skipulag og vinnugleði. Nemendur lesa norskar bókmenntir og fjalla um þær í rituðu máli. Þrjár bækur eru valdar í samráði við kennara, þær ræddar í sameiginlegum umræðutímum og greinargerðum um þær skilað á tilgreindum dögum (sjá námsáætlun).
Námsmat:
Mat í NORS3EE05 er símat og byggist á vinnuframlagi nemenda á önninni: lestur/undirbúningur, virk þátttaka í umræðutímum, meðferð heimilda, 3 skriflegar greinargerðir.