Stutt lýsing á áfanganum:
Áhersla er lögð á að nemendur verði enn betur læsir á fræðilega texta og að auka og byggja upp orðaforða nemenda. Unnið er mikið með orðabækur og orðmyndun til að auka akademískan orðaforða nemenda. Nemendur lesa tvær skáldsögur á sænsku í áfanganum og skrifa bókmenntaritgerðir um þær í tíma. Helstu hugtök bókmenntagreiningar eru rædd og áhersla lögð á að nemendur læri að tjá hugsanir sínar skýrt í riti og rökstyðja skoðanir sínar. Nemendur eru hvattir til sjálfstæðra vinnubragða og til að bera ábyrgð á eigin námi.
Námsmat: Byggist á bókmenntaritgerðum í tíma (samtals 40%), hlutaprófi (10%) og lokaprófi (50%).