Stutt lýsing á efni áfangans:
Viðfangsefni áfangans er hefðbundin fornaldarsaga. Leikar hefjast í fljótsdalssamfélögum Mið-Austurlanda og halda þaðan til Grikklands og síðan Rómar. Önnur nálæg samfélög eru einnig tekin til athugunar.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Steinaldir, landbúnaðarbyltingin, bronsöld, Mesópótamía, Egyptaland, Mínóar, Mýkenar, Ísrael, Grikkland hið forna, Aþena, Sparta, Hellenismi, Rómverska lýðveldið, Rómverska keisaradæmið, kristni.
Námsmat:
Stutt ritgerð og önnur annarverkefni. Val um stórt lokaverkefni eða lokapróf.