Staða áfangans:
Áfanginn er valáfangi í sögu á þriðja þrepi.
Stutt lýsing á efni áfangans:
Fjallað verður um upphaf og hugmyndafræði fasismans á Ítalíu og nasismans í Þýskalandi ásamt því að síðari heimsstyrjöldinni verða gerð rækileg skil í máli og myndum. Leitast verður við að nemendur öðlist djúpan skilning á því umhverfi sem nasisminn er sprottinn upp úr og hvers vegna tök hans urðu jafn sterk og raun ber vitni. Menning, stjórnarfar og samfélag Sovétríkjanna sálugu verða einnig tekin til skoðunar.
Sérstaklega verður horft til helfararinnar og örlaga þeirra gyðinga sem lentu í henni, liðnum sem eftirlifendum. Í því samhengi verður litið til sögu Póllands, austurhluta Þýskalands og forna gyðingaofsókna. Aðrir samfélagshópar sem létu lífið í gasklefum nasista verða einnig skoðaðir.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Fasismi, nasismi, kommúnismi, Hitler, Mussolini, Stalín, Þriðja ríkið, gyðingaofsóknir, helförin, fjöldamorð, seinni heimsstyrjöldin.
Námsmat:
Netpróf, tímaverkefni, fyrirlestur og stórt valverkefni.