Stutt lýsing á efni áfangans:
Fjallað verður um upphaf og orsakir kalda stríðsins, gang þess og endalok. Tímabilið sem áfanginn tekur til er 1945 – 1991, og verður menning, stjórnarfar og samfélag Bandaríkjanna og Sovétríkjanna tekin til rækilegrar skoðunar. Einnig verður nokkuð litið til Austur og Vestur Evrópu, Mið-Austurlanda og Rómönsku Ameríku.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Bandaríkin, Sovétríkin, V-Evrópa, A-Evrópa, Kóreustríðið, Víetnamstríðið, stríðið í Afganistan, kjarnorkusprengjan, njósnir, Rómanska Ameríka, Mið-Austurlönd.
Námsmat:
Verkefni og símat.