Stutt lýsing á efni áfangans:
Áfanginn er annar af tveimur mögulegum áföngum í sögu læknisfræðinnar. Hann fjallar um þróun læknisfræðinnar á tímum nýaldar nútímana. Skoðaðar læknisfræðilegar uppgötvanir á borð við bólusetningar, sýklakenninguna, penicillin, röntgen-geisla, deyfi- og svefnlyf. Farið verður í byltingu í skurðlækningum, sögu smitsjúkdóma, stríðslækningar og að lokum nútímalækningar t.d. vélmennaskurðlækningar. Fjallað verður um helstu plágur mannkyns, auk þess verður saga krufninga skoðuð. Kynnt verða helstu stórstirni læknisfræðinnar: Harvey, Florence Nightingale, Jenner, Pasteur, Lister, Fleming, Semmelweis, Röntgen.
Nokkur lykilhugtök áfangans: Ambroise Paré, svarti dauði, holdsveiki, sýfilis, sótthreinsun, bakteríur, smásjá, hreinlæti, skurðlækningar, krufningar, líkrán, smitsjúkdómar, lýtalækningar, stríðslækningar, skotsár, röntgen-geislar, Paster, sýklakenning, bólusetningar, bólusótt, hjúkrunarfræði, vélmennaskurðlækningar, verkjalyf, blæðingastjórnun
Námsmat: Netpróf, ýmis verkefni, heimildaþættir og rannsóknarritgerð.