Staða áfanga:
Undanfari 3. þreps áfanga í sálfræði (nemendur velja einn af eftirfarandi áföngum: SÁLF2BT05, SÁLF2BÞ05 eða SÁLF2BÍ05).
Stutt lýsing á efni áfangans:
Kynning á þroskasálfræði, hugtökum hennar og helstu álitamálum, t.d. hlut erfða og umhverfis við mótun mannlegra eiginleika. Fjallað er um þroskaferillinn frá getnaði fram á fullorðinsár. Lítillega er farið í sögulegan bakgrunn þroskasálfræðinnar og helstu rannsóknaraðferðir hennar. Nemendur fá innsýn í hver eru megineinkenni líkamsþroska, vitsmunaþroska, félags- og tilfinningaþroska. Farið er í tilfinningagreind og fjölgreindakenningu Howards Gardner og hvernig hún tengist skólastarfi. Einnig eru greindarpróf kynnt og sagt frá helstu greindarprófum sem hafa verið notuð fyrir íslensk börn. Að auki er fjallað um geð- og þroskaraskanir barna og unglinga, s.s. ADHD, einhverfu og kvíða. Áhrif vanrækslu á þroska barna eru skoðuð og hvernig foreldrar og samskipti við foreldra getur haft áhrif á þroska barna.
Nokkur lykilhugtök áfangans: Þroskarannsóknir, foreldrar, líkamsþroski, greindarþroski, þroskapróf, nýburar, fjölgreindakenningin, þroskaraskanir, geðraskanir.
Námsmat: Tímaverkefni, tímapróf, greinargerð og rannsókn, skrifleg verkefni og lokapróf.