Stutt lýsing á áfanganum:
Geðsálfræðin fjallar um það sem hefur áhrif á heilsu m.a. streitu, einkenni hennar, áhrif á heilsu og streituþol. Fjallað er um fíkn, fíkniraskanir og forvarnir. Hugtakið geðheilbrigði er skoðað. Nemendur fræðast um algengustu flokka geðraskana, orsakir þeirra, tíðni, einkenni og meðferð. Einnig er farið í sögulegan bakgrunn geðsálfræðinnar og hvað það merkir að vera andlega heilbrigður.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Andlegt heilbrigði, streita, fíkniraskanir, geðraskanir, kvíðaraskanir, lyndisraskanir, geðklofi, persónuleikaraskanir, átraskanir, sálfræðileg meðferð.
Námsmat:
Tímapróf, rannsóknarritgerð, verkefni, kynningar.