Stutt lýsing á áfanganum:
Kynning á helstu hugtökum og kenningum sem snúa að hugrænni starfsemi og hegðun. Fjallað er ítarlega um hugtök eins og ákvarðanatöku, venjur og hugrænar villur ásamt því að yfirfæra þau á daglegt líf. Nemendum er gert grein fyrir þeim þáttum sem hafa áhrif á hugræna starfsemi, þá sérstaklega ákvarðanatöku, og þeim ferlum sem leiða að óskynsamlegum ákvörðunum og réttlætingum þeirra. Einnig er sérstaklega farið í áhrif hins stafræna heims, þar á meðal tækni og samfélagsmiðla á hugræna starfsemi. Sérstök áhersla er lögð á að efla gagnrýna hugsun nemenda með því að auka víðsýni og rökhugsun ásamt sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Rökhugsun, ákvarðanataka, verkefnalausn, dómgreind, venjur, hugrænar villur, samfélagsmiðlar, gagnrýnin hugsun, gervivísindi.
Námsmat:
Rannsóknarverkefni, tímaverkefni og tímapróf.
Námsefni:
Námsefni kemur úr ýmsum áttum en nemendur þurfa ekki að kaupa kennslubók. Ítarefni frá kennara: Thinking, Fast and Slow (2011) eftir Daniel Kahneman og Predictably Irrational (2008) eftir Dan Ariely. Ýmsar fræðigreinar, bókakaflar og vefsíður/myndbönd.