Stutt lýsing á áfanganum:
Kynning á tveimur undirgreinum sálfræðinnar, félagssálfræði og persónuleikasálfræði. Fjallað er um ýmis viðfangsefni félagssálfræðinnar, svo sem viðhorf og viðhorfabreytingar, fordóma, staðalmyndir, áróður, hlýðni, áhrif fjölmiðla, áhrif hópa og hópþrýsting, vináttu, ást og aðlöðun. Einnig er fjallað um viðfangsefni persónuleika-sálfræðinnar, svo sem ólíkar skilgreiningar á persónuleika, persónuleikakenningar og persónuleikapróf. Lögð er áhersla á að efla vísindaleg vinnubrögð og gagnrýna hugsun nemenda.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Félagssálfræði, viðhorf, fordómar, staðalmyndir, áróður, hlýðni, hópþrýstingur, ást, aðlöðun, persónuleikasálfræði, persónuleiki, persónuleikaþættir, persónuleikapróf, réttmæti, áreiðanleiki.
Námsmat:
Rannsókn, skýrslur, tímaverkefni og tímapróf.