SÁLF3CK05 - Sálfræði og kvikmyndir

Stutt lýsing á áfanganum: 

Hugmyndafræði sálfræðinnar og fræðileg hugtök eru kynnt í gegnum kvikmyndir. Fjölmargar kvikmyndir eru til sem byggja að meira eða minna leyti á sálfræðilegri þekkingu. Rýnt verður í valið úrtak kvikmynda og nemendur vinna verkefni um þær með tilliti til sálfræðilegrar þekkingar.

Nokkur lykilhugtök áfangans: 

Hvaða lykilhugtak sem er úr sálfræðinni getur komið hér við sögu. Dæmi um efni sem unnið er með: Minni, geðraskanir, þroskaraskanir, félagsleg áhrif.

Námsmat: 

Símatsáfangi. Engin próf eru í áfanganum en námsmat byggt á fjölbreyttri verkefnavinnu yfir alla önnina.

Námsefni: 

Í samvinnu við kennara.