SPÆN2EF05 - Ferðaáfangi

Stutt lýsing á áfanga:

Við lærum allt um hið áhugaverða syðsta hérað Spánar, Andalúsíu, og
förum saman í ferðalag þangað í lok maí. Við munum dvelja í yndislegu borginni
Granada, en einnig heimsækja aðrar merkilegar borgir og staði héraðsins.
Ferðin stendur vanalega yfir í 4-6 daga.
Nemendur þurfa helst að vera 18 ára á árinu sem farið er í ferðina. Undanfari er SPÆN-DD. Hægt er að taka þessa tvo áfanga samhliða, en nemendur þurfa að sækja um það sérstaklega.

Námsmat:
Á önninni gerum við fjölbreytt verkefni, í pörum, hópum og einstaklingsverkefni.
Nemendur búa til myndbönd, flytja munnlegar kynningar, skrifa stutta ritgerð,
gera veggspjöld og búa sér til ferðamöppu á önninni. Þegar komið er til Spánar
gera nemendur margs konar verkefni í hópum, meðal annars fara þau í ratleiki,
taka myndir og segja frá upplifunum bæði munnlega og skriflega.