SPÆN2DY03 - Spænskur yndislestur

Stutt lýsing á áfanga:

Áfanginn er yndislestraráfangi þar sem lesnir eru ýmiss konar textar. Við lesum fréttir, greinar, smásögur eða brot úr lengri bókmenntaverkum ásamt því að lesa texta tengda sögu og menningu spænskumælandi landa. Verkefni eru bæði munnleg og skrifleg. Nemendur ýmist hitta kennara eftir samkomulagi eða skila verkefnum á Innu. 

Námsmat:
Einkunn er annað hvort staðist eða fallið en ætlast er til að nemendur geri öll verkefni áfangans.