STÆR2AA05 - Stærðfræði 1- grunnáfangi í stærðfræði

Staða áfanga:

Áfanginn er kjarnaáfangi á öllum brautum.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum er lögð áhersla á hugtök og aðferðir sem tengja saman algebru og rúmfræði í hnitakerfi. Fjallað er um línur, fleygboga og einföld föll og hagnýtingu þessara hugtaka.


Nokkur lykilhugtök áfangans:
Mengi, einföldun algebrustæða, hnitarúmfræði, fjarlægð milli punkta, línur, fleygbogar, fyrsta og annars stigs jöfnur, almenn lausn annars stigs jöfnu, föll og ferlar. 


Námsmat:
Nemandi þarf að ná lokaprófinu til að ná áfanganum. Annareinkunn (sem er ekki reiknuð nema nái lokaprófinu) gildir 40% og byggist á kaflaprófum, heimadæmum og ástundun. Lokapróf er skriflegt og gildir 60%.