STÆR2AB10 - Stærðfræði 1 og 2 - hraðferð. Annars stigs jöfnur og föll

Staða áfanga:

Hraðferð þar sem farið er yfir efni STÆR2AA05 og STÆR2BB05.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Mengi, algebra, fyrsta stigs jöfnur, jöfnuhneppi, jafna beinnar línu, línuleg líkön, hornafræði í rétthyrndum þríhyrningi, veldi, rætur.

Talnamengi , talnabil, þáttun, reikningur með algebrubrotum , veldi og rætur, annars stigs jöfnur, rótarjöfnur, fleygbogateikning, fallhugtakið, margliður, margliðujöfnur, ójöfnur leystar með hjálp formerkjamyndar, ræð föll, algildi og algildisjöfnur.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Hlutmengi, sniðmengi, sammengi, fyllimengi, mengjamismunur, ferningsrót, teningsrót, tangens, sínus, cosínus. Þáttun, algebrubrot, veldareglur, annars stigs formúlan, rótarjafna, fleygbogi, rót, margliðudeiling, ójafna, algildi.

 

Námsmat:

Annareinkunn gildir 40% og byggist á kaflaprófum , heimadæmum og ástundun. Lokapróf eru skrifleg og gilda 60%. Annareinkunn er ekki reiknuð nema nemandi nái lokaprófunum. Nemandi þarf að ná lokaprófunum til þess að ná áfanganum. Athugið að lokaprófin eru tvö.