Staða áfanga:
Valáfangi í stærðfræði.
Stutt lýsing á efni áfangans:
Í áfanganum er lögð áhersla á þjálfun í röksemdafærslu, sönnunum og teikningum með reglustiku og hringfara. Fjallað er um myndir, einslögun, horn, hringi, flutninga, flatarmál, þríhyrninga, ferhyrninga og marghyrninga.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Punktur, lína, slétta, samsnið, samsíða línur, snertill, teikningar, innhringur, umhringur, flutningar, einslögun, flatarmál.
Námsmat:
Annareinkunn gildir 50% og byggist á kaflaprófum , heimadæmum og ástundun. Lokapróf er skriflegt og gildir 50% . Annareinkunn er ekki reiknuð nema nemandi nái lokaprófinu. Nemandi þarf að ná lokaprófinu til þess að ná áfanganum.