STÆR3CÞ05 - Þrautalausnir

Staða áfanga:

Valáfangi í stærðfræði.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum er glímt við dæmi úr stærðfræðikeppni framhaldsskólanna, rökfræðiþrautir og aðrar stærðfræðiþrautir af ýmsum toga. Farið er yfir nokkur atriði úr sögu stærðfræðinnar. Áfanginn þjálfar nemendur í að vinna sjálfstætt að eigin lausnum, kynna þær fyrir öðrum og ræða mismunandi lausnir á verkefnum.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Rauntölur, heiltölur, jöfnur, frumtölur, frumþáttun, þáttun, mótsögn, leikjanet.

Námsmat:

Einkunnin byggir á fjölda verkefna sem eru leyst yfir önnina, til að mynda; Æfingar fyrir stærðfræðikeppni, kynningar á þrautalausnum og kynning á völdu efni tengdu stærðfræði eða sögu hennar. Ætlast er til þess að nemendur taki þátt í forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema.