STÆR3DD05 - Stærðfræði 4 - föll, markgildi og diffrun

Staða áfanga:

Kjarnaáfangi á náttúrufræðibraut

Stutt lýsing á efni áfangans:

Margliður, ræð föll, hornaföll, vísis- og lograföll, samsett föll, andhverf föll, markgildi, samfelldni, diffrun, hagnýting diffrunar svo sem við könnun ferla og bestun.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Fall, markgildi, diffurreglur, grafteikningar, útgildi, beygjuskil, bestun, lograreglur, vísis- og lograjöfnur.

Námsmat:

Annareinkunn gildir 40% og byggist á kaflaprófum , heimadæmum og ástundun. Lokapróf er skriflegt og gildir 60% . Annareinkunn er ekki reiknuð nema nemandi nái lokaprófinu. Nemandi þarf að ná lokaprófinu til þess að ná áfanganum.