STÆR3FU05 - Stærðfræði 6 - yfirlitsáfangi

Staða áfanga:

Valáfangi í stærðfræði.

Stutt lýsing á efni áfangans:
Viðameiri verkefni en í fyrri áföngum. Dæmin byggjast á efni fyrri áfanga en einnig á nýju efni svo sem tvinntölum, diffurjöfnum, rúmmálsreikningum, ferillengd og þrívíðu hnitakerfi.

Nokkur lykilhugtök áfangans:
Markgildi, heildun, tvinntölur, rúmmál, annars stigs diffurjöfnur.

Námsmat:
Annareinkunn gildir 40% og byggist á kaflaprófum , heimadæmum og ástundun. Lokapróf er skriflegt og gildir 60% . Annareinkunn er ekki reiknuð nema nemandi nái lokaprófinu. Nemandi þarf að ná lokaprófinu til þess að ná áfanganum.