Staða áfanga:
Valáfangi í stærðfræði
Stutt lýsing á efni áfangans:
Línuleg jöfnuhneppi og lausnir þeirra. Fylkjareikningur, framsetning línulegra jöfnuhneppa með fylkjum. Vigrar og vigurrúm. Eigingildi vigra og tilsvarandi eiginvigrar. Línur og sléttur, innfeldi vigra. Fjarlægðar- og hornamælingar. Línulegir virkjar og framsetning þeirra með fylkjum. Efnisþættir geta verið breytilegir milli anna.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Jöfnuhneppi, fylki, ákveður, línulega háðir og óháðir vigrar, vigurrúm, línur og sléttur í n-vídd, fjarlægðarmælingar í þrívídd, hornamælingar í þrívídd, innfeldi vigra, krossfeldi vigra.
Námsmat:
Einkunn byggist á annareinkunn (66%) og frammistöðu á lokaprófi (34%). Annareinkunn byggist á kaflaprófum , heimadæmum og ástundun. Lokapróf er skriflegt og er úr öllu efni áfangans . Nemandi þarf að ná lokaprófinu til þess að standast áfangann. Að því tilskildu er lokaeinkunn reiknuð sem vegið meðaltal annareinkunnar og lokaprófseinkunnar.