Staða áfanga:
Valáfangi í stærðfræði.
Stutt lýsing á efni áfangans:
Samfelld föll og diffranleg föll, epsilon og delta skilgreiningar, meðalgildissetningin, ítrekunaraðferð Newtons, töluleg heildun, Riemannsummur og grundvöllur heildunar, óeiginleg heildi, samleitnipróf fyrir runur og raðir, Taylorraðir, föll af tveimur breytum.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Markgildi, samfelld föll, diffranleg föll, heildun, tölulegar aðferðir, óeiginleg heildi, samleitnipróf fyrir raðir.
Námsmat:
Annareinkunn gildir 66% og byggist á kaflaprófum, heimadæmum og ástundun. Lokapróf er skriflegt og gildir 34% . Annareinkunn er ekki reiknuð nema nemandi nái lokaprófinu. Nemandi þarf að ná lokaprófinu til þess að ná áfanganum.