ÞJÓÐ2BR05 - Frumkvöðlafræði - nýsköpun
Stutt lýsing á áfanganum:
Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda sem meðal annars felst í því að stofna, reka og loka fyrirtæki sem byggir á eigin nýsköpunarhugmynd/viðskiptahugmynd. Farið er í grunnatriði sem hafa verður í huga þegar viðskiptahugmynd er komið á framfæri. Lögð er áhersla á hópavinnu og að viðskiptahugmynd hópsins sé raunhæf. Nemendur koma sér saman um eina hugmynd (vöru eða þjónustu) og þurfa að fjármagna hana, framleiða, markaðssetja og selja. Áhersla er lögð á samvinnu atvinnulífs og skóla. Fyrirtækin taka þátt í fyrirtækjasmiðjunni sem er á vegum JA Iceland. Fyrirtækin eru hluti af keppni milli framhaldsskóla landsins um góðar viðskiptahugmyndir.