Stutt lýsing á áfanga:
Áfram er unnið með lesskilning, tal, hlustun og ritun, sem og ýmis þemu tengd þýskumælandi löndum. Nemendur auka enn við orðaforða sinn. Ný og eldri málfræðiatriði eru þjálfuð. Lesnar verða ýmsa texta auk léttlestrabók um menningartengd málefni o.f., einnig verður horft á myndefni og kvikmynd.
Námsmat:
Annareinkunn gildir 60% á móti lokaprófi sem gildir 40%. Inn í annareinkunn reiknast ýmis verkefni, hlutapróf, munnleg próf, verkefnahefti og hlustunarpróf sem tekin eru jafnt yfir önnina.