Stutt lýsing á áfanga:
Viðfangsefni undanfarans eru rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun og fléttað er inn í kennsluna menningu þýskumælandi landa. Lesnar verða ýmsar smásögur. Orðaforði er aukinn og ný málfræðiatriði þjálfuð.
Námsmat:
Annareinkunn gildir 60% á móti lokaprófi sem gildir 40%. Inn í annareinkunn reiknast ýmis verkefni, hlutapróf, munnleg próf, verkefnahefti og hlustunarpróf sem tekin eru jafnt yfir önnina.