ÞÝSK2DD05 - Þýska 4

Stutt lýsing á áfanga:

Unnið er sem fyrr með lesskilning, tal, hlustun og ritun, nemendur vinna með ýmis þemu tengd þýskumælandi löndum. Nemendur læra og þjálfast í meira krefjandi orðaforða og tileinka sér ný og flóknari málfræðiatriði. Þeir dýpka þekkingu sína um landafræði þýskumælandi landa og menningu þeirra. Lesnar verða ýmsa texta auk léttlestrabók eða smásögur um menningartengd málefni o.fl. Einnig verður horft á myndefni og kvikmynd.

Námsmat:

Áfanginn er símatsáfangi. Nemendur gera ýmiss konar verkefni, skrifleg próf, munnleg verkefni, myndbönd, hlustunarverkefni og skrifleg verkefni, jafn stutt sem lengri og á ýmsu formi.