ÞÝSK2DK05 - Þýskar kvikmyndir

Stutt lýsing á áfanga:

Í þessum áfanga gefst kostur á að dýpka skilning á menningu þýskumælandi landa í gegnum áhorf og umræður um þýskar kvikmyndir. Áhersla er lögð á að dýpka þekkingu og leikni í tungumálinu. Unnið er með alla færniþættina fjóra: lesskilning, ritun, tal og hlustun.

Námsmat:

Áfanginn er próflaus símatsáfangi þar sem nemendur vinna verkefni jafnt og þétt yfir önnina. Framfarir nemenda eru stöðugt metnar og tekið er tillit til allra færniþátta í fjölbreyttum verkefnum.

Einingar: 5