ÞÝSK2EF05 - Berlínaráfangi
Stutt lýsing á áfanga:
Í þessum áfanga vinna nemendur að undirbúningi ferðar til Berlínar sem farin er í lok maí, eftir síðustu próf en fyrir brautskráningu stúdenta. Áfram er unnið með færniþættina fjóra: hlustun, lestur, tal og ritun eftir því sem viðfangsefnin gefa tilefni til. Ætlast er til að nemendur sýni sjálfstæði í að afla sér upplýsinga og nýta sér hina ýmsu miðla. Unnið er með námsefni af menningarlegum toga sem tengist Berlín.
Námsmat:
Áfanginn er próflaus símatsáfangi þar sem nemendur vinna oftast nær hópaverkefni jafn og þétt yfir önnina. Framfarir nemenda eru stöðugt metnar og tekið er tillit til allra færniþátta í fjölbreyttum verkefnum.
Einingar: 5