ÞÝSK2EE05 - ÞÝSKA 5

Stutt lýsing á áfanga:

Í þessum áfanga dýpka nemendur skilning á menningu þýskumælandi landa. Áfram er unnið með færniþættina fjóra: hlustun, lestur, tal og ritun eftir því sem viðfangsefni gefa tilefni til. Ætlast er til að nemendur sýni meira sjálfstæði en fyrr í að afla sér upplýsinga og nýta sér hina ýmsu miðla. Lesnar verða ýmsa texta auk skáldsögu eða smásögur um menningartengd málefni o.fl. Einnig verður horft á myndefni og kvikmynd.

Námsmat:
Áfanginn er símatsáfangi. Nemendur gera ýmiss konar verkefni, skrifleg próf, munnleg verkefni, myndbönd, hlustunarverkefni og skrifleg verkefni, jafn stutt sem lengri og á ýmsu formi.

Einingar: 5