Staða áfanga:
Áfanginn er valáfangi fyrir alla nemendur skólans.
Stutt lýsing á efni áfangans:
Í námskeiðinu verða grunnatriði forritunar kennd og þeim beitt á ýmis verkefni. Áhersla er á verkefnavinnu frekar en fræðilega nálgun. Farið verður yfir grunnatriði forritunar í javascript með aðstoð síðunnar codeacademy.
Einnig verða unnin verkefni í forritunarumhverfinu Scratch. Einföld dæmi um forrit gert í scratch, sem má tengja við makey-makey tölvustýri, er til dæmis bananahljómborð, þar sem mismunandi nótur heyrast, eftir því hvaða banani er snertur. Í forritunarumhverfinu Unity3d munu svo nemendur búa til einfaldan tölvuleik (eða flókinn, allt eftir getu!).
Ekki er gert ráð fyrir neinni forkunnáttu í forritun eða vinnu með tölvustýringu en allir nemendur munu fá verkefni við hæfi. Námskeiðið byggist að stórum hluta á verkefnavinnu. Nauðsynlegt er að hafa aðgang að nettengdri tölvu utan skólatíma, til þess að klára þau verkefni sem unnið er að.
Hlekkir sem tengjast efni námskeiðsins:
http://scratch.mit.edu/
http://www.makeymakey.com/
http://unity3d.com/