TÖLV3CF05 - Forritun 3 - hlutbundin forritun
Staða áfanga:
Áfanginn er valáfangi fyrir alla nemendur skólans.
Stutt lýsing á efni áfangans:
Í áfanganum fá nemendur þjálfun í að ákveða sjálfir verkefni og standa skil á því. Mikilvægt er að nemandi geti sýnt sjálfstæð vinnubrögð og verið virkur í að finna út úr forritunar-áskorunum sem verða til í verkefnum sínum og vera lausnamiðaður.
Í áfanganum hafa nemendur val um að velja nemendur sér sjálfstætt verkefni til að vinna undir handleiðslu kennara eða fá vikuleg verkefni í C# forritun. Nemendur hanna frá grunni eigin hugbúnað og er lagt til að nemendur velji sér verkefni sem tengist áhugasviði nemenda. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð en kennari fylgist með framgangi vikulega. Áfanginn hentar öllum sem hafa áhuga á að efla forritunarþekkingu sína og takast á við spennandi forritunarverkefni á sínu áhugasviði.
Námsmat:
Áfanginn er tvískiptur, nemendur velja nýtt verkefni í upphafi annar og annað þegar áfanginn er hálfnaður. Hægt er að velja sjálfstætt verkefni í báðum hlutum eða bara öðrum. C# forritun er í boði í báðum hlutum. Í hverjum hluta eru 3 skiladagar þar sem kennari fer yfir stöðu verkefnis. Enginn próf eru í áfanganum en mikil áhersla á að mæta vel, vinna verkefni í tímum og mjög mikilvægt er að nemandi geti unnið sjálfstætt að sínum verkefnum.