UPPE2AB05 - Uppeldisfræði

Stutt lýsinga á áfanganum:

Í áfanganum er fjallað um uppeldis- og menntunarfræði sem fræðigrein, rætur hennar, sögu og hagnýtingu. Fjallað verður um helstu fræðimenn innan greinarinnar og kenningar. Farið verður yfir hugmyndir um þroskaferil barna, helstu markmið leikskóla og leikskóli heimsóttur. Einnig verður fjallað um gildi leikja og lista fyrir börn.

Námsmat:

Námsmatið byggir á hlutaprófi og verkefnum sem unnin eru á önninni.