Jafnréttisgleraugu

Miðvikudaginn 12. mars verður Karen með svokallaðan námsbókahitting þar sem nemendum býðst að koma með námsefnið sitt og skoða það með jafnréttisgleraugum. Hittingurinn er hannaður í anda frelsandi menntunarfræða - með rödd nemenda að leiðarljósi. Hugsunin er þannig að veita nemendum vettvang til þess að ræða þessi mál og styðja við þeirra gagnrýnu hugsun.
 
Framtakið er hluti af aðgerðum í jafnréttisáætlun skólans en skv. henni ber mér að veita nemendum vettvang til þess að skoða námsefnið sitt út frá sjónarhorni jafnréttis. Þetta er aðgerð sem fellur undir markmiðið "Sjónarhorn jafnréttis verði innleitt í kennslu allra námsgreina skólans" og hún er tímasett núna á vorönn 2025. https://www.mh.is/is/skolinn/skolinn-og-starfid/stefnur-og-aaetlanir/jafnrettisstefna