Það var gaman að heyra þennan fríða hóp syngja sína fyrstu tóna í kór Menntaskólans við Hamrahlíð í kvöld
Í gærkvöldi var haldinn rafrænn foreldrafundur með foreldrum og aðstandendum nýnema haustsins 2021. Rektor flutti ávarp, Fríður náms-og starfsráðgjafi sagði frá stoðþjónustu skólans og Ásdís Lovísa tók alla í lífsleiknitíma og kynnti námið í MH. Næst söng kór Menntaskólans við Hamrahlíð 3 lög undir stjórn Hreiðars Inga og í þriðja laginu bættust nýjustu kórmeðlimirnir við og tóku undir. Eftir kórsögninn talaði Bóas sálfræðingur skólans og í lokin sagði Kristín Finndís frá foreldrafélaginu. Hægt er að horfa á streymið frá fundinum hér, ef einhver missti af.