MH fékk skemmtilega heimsókn á föstudaginn þegar hluti úskriftarárgangsins 1982 kíkti í heimsókn í gamla skólann sinn. Þau gengu um skólann og rifjuðu upp ýmislegt skemmtilegt um veru sína í skólanum. Margt hefur breyst og var mjög gaman að heyra sögur þeirra frá verunni í MH. Eftir að hafa gengið um skólann, stillti hópurinn sér upp fyrir myndatöku á sviðinu á Matgarði þar sem Sómalía stóð einu sinni. Einn úr hópnum hafði frétt að það vantaði mynd af útskriftarárgangi haust 1982 upp á vegg og færði skólanum hana að gjöf. Takk fyrir okkur og takk fyrir komuna.