Skemmtilegt að sjá að bæði Elva María og Steinn eru örvhent
Norðurkjallari er félagsaðstaða nemenda í MH og þar er hægt að vera og hafa það notalegt í góðra vina hópi. Stjórn NFMH hverju sinni, hefur umsjón með Norðurkjallara og sér um að halda utanum alla starfsemi sem þar fer fram. Í dag skrifaðu Elva María forseti nemendafélagsins og Steinn rektor undir samning þess efnis. Nokkrir viðburðir hafa nú þegar litið dagsins ljós í Norðurkjallara þetta skólaárið og í þessari viku er von á tveimur böllum í þessari fínu aðstöðu nemenda.