Ákveðið hefur verið að halda samkeppni milli nemenda MH um vegglistaverk á gang milli Norðurkjallara og Undirheima. Nemendur MH eða hópur nemenda getur sent inn skissur af verkum í samkeppnina. Valin verða fjögur verk sem hæfa umhverfinu en í valnefnd verða fulltrúi myndlistarkennara, tveir fulltrúar nemenda og fulltrúi stjórnenda. Skólinn greiðir kostnað vegna efniskaupa, þ.e. málningarkaupa og pensla. Gert er ráð fyrir að verkin á veggina fjóra séu frá mismunandi nemendum/hópum nemenda.
Frestur til að skila inn góðum skissum er til og með 15. mars nk. Stefnt er að því að verkin verði máluð á veggina fyrir annarlok. Hugmyndum skal skila á netfangið rektor@mh.is
Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar.