Saumastofa

Gamla myndlistarstofan hefur fengið nýtt hlutverk eftir kennslu á þriðjudögum og fimmtudögum. Þá breytist stofan í saumastofu nemenda MH. Þar hittast nemendur sem áhuga hafa á saumaskap og ýmiss konar handavinnu. Hópurinn hefur til umráða nokkrar saumavélar sem nemendafélagið hefur eignast og er ætlunin að sauma mark sitt á MH. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir að bætast í hópinn.