Upphaf skólaársins 2022-2023

Miðgarður bíður eftir nemendum.
Miðgarður bíður eftir nemendum.

Gleðilega haustönn!
Nú líður að upphafi skólaársins og væntanlega ríkir tilhlökkun hjá nemendum að mæta aftur í skólann. Skrifstofa skólans er opin 8:30-12:00 og 12:30-15:30.

Við minnum á eftirfarandi við upphaf skólaársins:

  • Stundatöflur birtast hjá þeim sem greitt hafa skólagjöldin sunnudaginn 14. ágúst.
  • Töflubreytingar hefjast um leið og töflur hafa verið birtar.
  • Eldri nemendur skólans geta gert töflubreytingar í Innu en nýnemar og eldri nýnemar sem eru að hefja nám hjá okkur í fyrsta skipti núna í haust þurfa að koma og hitta námstjóra ef þeir telja sig þurfa töflubreytingar.
  • Námstjórar verða við milli 10:00 og 14:00 15., 16. og 17. ágúst.
  • Nýnemakynning verður 17. ágúst kl. 13:00 á Miklagarði.
  • Fyrsti kennsludagur verður 18. ágúst og hefst með skólasetningu á Miklagarði kl. 9:00.


Nemendur fá sendan tölvupóst með upplýsingum í lok vikunnar og hvetjum við ykkur til að lesa hann vel.