Framhaldsskólakeppnin Hjólum í skólann - allir með!

hjolumiskolann.is
hjolumiskolann.is
Í næstu viku hvetjum við alla til að hjóla, ganga, línuskauta eða nota almenningssamgöngur til og frá skóla. Allir MH-ingar (starfsfólk og nemendur) eru saman í liði í framhaldsskólakeppni sem heitir Hjólum í skólann sem er á vegum ÍSÍ. Keppnin er dagana 16.-20. sept n.k. að báðum dögum meðtöldum. Skráning á http://www.hjolumiskolann.is/ og velja lið MH. Koma svo MH-ingar!