Fyrstu vörsluútgáfu rafrænna skjala skilað til Þjóðskjalasafns

Vörsluútgáfa skjala MH rúmaðist á þessum minnislykli sem Þjóðskjalasafn tók við fyrir stuttu.
Vörsluútgáfa skjala MH rúmaðist á þessum minnislykli sem Þjóðskjalasafn tók við fyrir stuttu.

MH hefur nú skilað rafrænum skjölum til Þjóðskjalasafns í fyrsta sinn, úr skjalastjórnarkerfinu GoPro. Skjölin tilheyra tímabilinu 2018-2023 en rafrænum skjölum skal skila á fimm ára fresti. Skólinn hefur áfram aðgang að skjölunum í GoPro og þarf að geta afgreitt sjálfur allar beiðnir um afhendingu þeirra í 30 ár eftir að þau hafa verið afhent safninu.

Töluverð og kostnaðarsöm vinna hefur falist í að skila gögnum úr kerfinu en hún er unnin í samstarfi við Hugvit, rekstraraðila GoPro, og Þjóðskjalasafn. Hugvit umbreytir skjölunum á sérstakt form svo þau verði læsileg um alla framtíð og útbýr svokallaða vörsluútgáfu sem Þjóðskjalasafn fær til varðveislu. Það er fagnaðarefni að Þjóðskjalasafn hefur nú lokið prófunum og frágangi þessarar fyrstu vörsluútgáfu skjala MH.