Góður árangur í forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema
18.10.2017
Þann 3. október fór fram forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema. Nokkrir MH-ingar tóku þátt þetta árið og sigraði Tómas Ingi Hrólfsson í keppni á neðra stigi og Heimir Páll Ragnarsson var í sjötta sæti. Á efra stigi varð Emil Fjóluson Thoroddsen í 19.-20. sæti. Þátttakendur voru 118 á neðra stigi og 206 á efra stigi frá alls 19 skólum.
Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um keppnina. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
|
 |