Þessa dagana er haldin
hinsegin vika í MH. Af því tilefni verður fræðslukvöld í Norðurkjallara fimmtudaginn 17. september klukkan 19:30. Foreldrar og forráðamenn eru
sérstaklega hvattir til að mæta.
Þær Katrín Sigríður
Steingrímsdóttir og Andrea Dagbjört Pálsdóttir, nemendur í MH og
jafningjafræðarar hjá Samtökunum ´78, sjá um fræðsluna. Tilgangurinn með
fræðslukvöldinu er að nemendur, foreldrar og starfsfólk fái betri innsýn í
hinsegin flóruna og allan þann margbreytileika sem hún býður upp á. Tekið
verður við spurningum eftir fræðsluna og á meðan henni stendur. Fræðslukvöldið
er opið öllum.