Þessa dagana er Strætó að innleiða KLAPP, nýtt greiðslukerfi Strætó. Í kjölfarið munu allar greiðsluleiðir Strætó breytast hjá nemendum. Til þess að nemendur 18 ára og eldri geti keypt kort á afslætti þurfa þeir að gefa staðfest leyfi í Innu fyrir því að veita Strætó upplýsingar um virkt nám við skólann. Í kjölfarið geta nemendur farið á Klappid.is, skráð sig á „Mínar síður“ og auðkennt sig rafrænt til að fá upp afsláttarvörurnar sem þeir eiga rétt á. Ef nemendur samþykkja ekki að veita Strætó upplýsingar um virkt nám koma ekki upp afsláttarvörur á „Mínum síðum“. Nemendur sem eru 17 ára og yngri þurfa ekki að gefa staðfest leyfi um skólavist þar sem þeir falla undir ungmenni og greiða samkvæmt því í Strætó. Hér er skjal með leiðbeiningum fyrir nemendur hvernig þeir kaupa kort í gegnum KLAPP: Leiðbeiningar um að kaupa kort gegnum Klapp. Þessar upplýsingar eru einnig komnar í Innu undir Aðstoð - Nemendur. Allir í strætó!