Kórferð

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð fór í stutta æfingaferð til Hveragerðis föstudaginn 7.febrúar. Þau gistu eina nótt í Menntaskólaselinu, í eigu vina okkar í MR, sem er rétt utan við Hveragerði. Þau sungu saman og skemmtu sér í fallegri náttúru og nutu samvista hvert við annað. Ásamt Hreiðari Inga Þorsteinssyni kórstjóra var Ragnheiður Ólafsdóttir, norsku- og dönskukennari með í för og sáu þau til þess að allt færi vel fram.