Njáluferð

Nemendur í ÍSLE3CC05 lögðu upp í langferð í morgun og var stefnan tekin á Njáluslóðir. Gaman að fá gott ferðaveður og munu þau væntanlega njóta þess að vera úti og fræðast um gang sögunnar. Frést hefur af þeim við Gunnarsstein og vonum við að ferðin verði fróðleg og skemmtileg. Við eigum von á nemendum aftur heim um kl. 16.