Októberlota

Bjarni, Logi, Helga og Erla tilbúin í gönguna
Bjarni, Logi, Helga og Erla tilbúin í gönguna

Fyrsti dagur í Októberlotu fer af stað með göngu frá MH kl. 9:00 undir stjórn íþróttakennara skólans.  Kl. 12:40 hefst fyrsta kennslustund dagsins og þá er kennt skv. stundatöflu mánudags, langi tíminn sem ætti að hefjast kl. 14:15 en hefst í dag kl. 12:40. Ef einhver er í vafa um það hvert hann á að fara þá ættu allar upplýsingar að vera á Innu og svo er einnig hægt að kíkja við á skrifstofunni og fá aðstoð.