Opin æfing og raddprufur

Í dag mánudaginn 26. ágúst er opin æfing hjá kór Menntaskólans við Hamrahlíð fyrir alla nemendur skólans. Æfingin hefst kl. 16:15 á Miklagarði og mun Hreiðar Ingi Þorsteinsson ásamt kórnum, taka vel á móti ykkur. Á morgun, þriðjudag, hefjast svo raddprufurnar. Það er alltaf gaman að syngja saman svo við hvetjum áhugasama að kíkja við á Miklagarði.