Skráning í aðgangspróf í Háskóla Íslands

Fjórar deildir Háskóla Íslands munu nýta aðgangspróf fyrir háskólastig eða A-próf til að taka inn nemendur haustið 2015. Opnað hefur verið fyrir skráningu í A-próf sem munu fara fram í mars og júní. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni http://www.hi.is/a_prof.  Þar eru einnig sýnishorn af prófspurningum. Prófin eru haldin tvisvar á ári í mars og Júní. Útskriftarnemendur athugið að skráningu lýkur 13. mars vegna A-prófa Hjúkrunarfæðideildar og Lagadeildar sem haldin verða 21. mars.