Takk fyrir komuna

Takk öll sem komuð í heimsókn í dag á opið hús. Gestrisnir MH-ingar sýndu ykkur húsnæðið okkar, leikfélagið sýndi brot úr Diskóeyjunni sem verður frumsýnd 14. mars og nemendaráðin tóku ykkur opnum örmum á Matgarði. Kennarar og nemendur sýndu ykkur kræsingarnar á áfangahlaðborðinu okkar og dansarar og söngvarar sýndu listir sínar eins og þeim einum er lagið. Það var ótrúlega gaman að taka á móti ykkur, takk fyrir komuna.